Horft á myndskeið í kvikmyndaforritinu
Notaðu kvikmyndaforritið til að spila kvikmyndir og annað myndskeiðsefni sem þú hefur
hlaðið niður í tækið þitt. Með Kvikmyndaforritinu geturðu einnig sótt veggspjöld,
samantektir og upplýsingar um flokk og leikstjóra kvikmynda. Þú getur líka spilað
kvikmyndirnar þína á öðrum tækjum sem eru tengd við sama netkerfi.
Ef til vill er ekki hægt að spila öll myndskeið í kvikmyndaforritinu.
Yfirlit yfir kvikmyndir
1
Skoða valkosti valmyndar
2
Sýna myndskeiðið sem síðast var spilað
3
Dragðu vinstri brún skjásins til hægri til að skoða öll sótt og vistuð myndskeið.
4
Pikkaðu til að spila vistuð eða sótt myndskeið
Myndskeið spilað í kvikmyndaforritinu
1
Á Heimaskjár skaltu pikka á og finna og pikka á
Kvikmyndir.
2
Finndu og pikkaðu á myndskeiðið sem þú vilt spila. Ef myndskeiðið birtist ekki á
skjánum skaltu draga vinstri brún skjásins til hægri til að opna heimavalmynd
kvikmynda og finna og pikka á myndskeiðið sem þú vilt spila.
3
Pikkaðu á skjáinn til að sýna eða fela stýringarnar.
4
Til að gera hlé á spili pikkarðu á . Til að halda spilun tónlistar áfram skaltu pikka á
.
5
Dragðu vinnslustikumerkið til vinstri til að spóla til baka. Dragðu vinnslustikumerkið
til hægri til að spóla áfram.
Myndskeið spilað á ytra tæki
1
Þegar myndskeiðið er spilað skaltu pikka á skjáinn til að birta alla stýritakkana.
2
Pikkaðu á >
Throw.
3
Veldu ytra tæki til að spila myndskeiðið í. Ef engin ytri tæki eru tiltæk skaltu fylgja
leiðbeiningunum á skjánum til að bæta einu við.
Stillingum breytt í Kvikmyndum
1
Á Heimaskjár, pikkarðu á og finnur síðan og pikkar á
Kvikmyndir.
2
Pikkaðu á >
Stillingar og breyttu svo stillingunum að vild.
92
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Hljóðstillingum breytt meðan myndskeið er spilað
1
Meðan myndskeið er spilað skaltu pikka á skjáinn til að birta stýritakkana.
2
Pikkaðu á og svo á
Hljóðstillingar.
3
Merktu við gátreitinn fyrir hljóðstillingar sem þú vilt virkja.
4
Þegar því er lokið pikkarðu á
Í lagi.
Myndskeiði deilt með öðrum
1
Þegar myndskeið er vistað undir kvikmyndir eða sjónvarp er í gangi pikkarðu á og
síðan á
Deila.
2
Pikkaðu á forritið sem þú vilt nota til að deila völdu myndskeiði, fylgdu síðan
viðeigandi skrefum til að senda það.