Tekið á móti símtölum
Símtali svarað
Til að hafna símtali
Slökkt á hringitóni fyrir móttekið símtal
•
Þegar þú færð símtal, ýtirðu á hljóðstyrkstakkann.
Símsvarinn notaður
Þú getur notað símsvaraforrit tækisins til að svara í símann þegar þú ert upptekin(n) eða
missir af símtali. Þú getur kveikt á sjálfvirkri símsvörun og ákvarðað hversu margar
sekúndur eigi að bíða áður en símtali er svarað sjálfkrafa. Þú getur einnig sent símtöl
handvirkt í símsvarann þegar þú ert of upptekin(n) til að svara. Þú getur líka nálgast
skilaboð sem skilin eru eftir á símsvaranum beint úr tækinu.
Áður en símsvarinn er notaður þarftu að taka upp kveðju.
Kveðja tekin upp fyrir símsvara
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Símsvari > Kveðjur.
3
Pikkaðu á
Taka upp nýja kveðju og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
Kveikt á sjálfvirkri símsvörun
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Símsvari.
3
Merktu við gátreitinn
Símsvari.
Ef þú stillir ekki seinkun fyrir sjálfvirka símsvörun verður sjálfgefið gildi notað.
46
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Símtali hafnað með símsvara
•
Þegar símtal berst skaltu draga
Svarmöguleikar upp og velja svo Hafna með
símsvara.
Seinkun á sjálfvirkri símsvörun stillt
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Símsvari.
3
Pikkaðu á
Svara eftir.
4
Breyttu tímanum með því að fletta upp og niður.
5
Pikkaðu á
Lokið.
Hlustað á skilaboð á símsvara
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Símsvari > Skilaboð.
3
Veldu talhólfsskilaboðin sem þú vilt hlusta á.
Einnig er hægt að hlusta á skilaboð á símsvaranum beint úr símatalaskránni með því að pikka
á .
Símtali hafnað með textaskilaboðum
Þú getur hafnað símtali með textaskilaboðum. Þegar þú hafnar símtali með skilaboðum
eru þau send sjálfkrafa til hringjandans og vistuð í samtalssögunni við tengiliðinn.
Þú getur valið úr fjölda fyrirfram ákveðinna skilaboða í tækinu eða búið til eigin skilaboð.
Þú getur einnig búið til sérsniðin skilaboð með því að breyta þeim sem fyrir eru.
Símtali hafnað með skilaboðum
1
Þegar símtal berst skaltu draga
Svarmöguleikar upp og pikka svo á Hafna með
skilaboðum.
2
Veldu fyrirfram skilgreind skilaboð eða pikkaðu á og skrifaðu ný skilaboð.
Öðru símtali hafnað með skilaboðum
1
Þegar þú heyrir endurtekinn tón meðan á símtali stendur skaltu draga
Hafna með
skilaboðum upp.
2
Veldu fyrirfram skilgreind skilaboð eða pikkaðu á og skrifaðu ný skilaboð.
Textaskilaboðum sem notuð eru til að hafna símtali breytt
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Símtal > Hafna símtali með skilaboðum.
3
Pikkaðu á skilaboðin sem þú vilt breyta og breyttu því sem þarf.
4
Pikkaðu á
Í lagi.